Djók!!! ;) :D

brandarinn kápaOrð eru ekki algjör. Merkingin fer eftir ætlun þess sem segir þau, móttakandanum, kringumstæðunum og hvernig þau eru borin fram. Hótfyndni skilast oft mjög illa á prenti. Hver ber þá ábyrgð á orðunum, sá sem sendir eða sá sem tekur við? Brandarinn fjallar um atburðarás sem fer af stað þegar ungur maður sendir ungri konu póstkort sem hann heldur fram að innihaldi glettni sem muni forfæra dísina en allir aðrir túlka sem gagnrýni á ráðandi öfl frá pólitískum niðurrifsmanni. Eins og Milan Kundera er von og vísa eru persónur bókarinnar marglaga, það sem sést á yfirborðinu er aldrei allur sannleikurinn og í raun skilur enginn til hlítar ástæður fólks, ekki einu sinni sjálfs sín.

Eiginlegir förunautar

IdentityTilvera okkar er undarlegt ferðalag segir í söngtextanum. Í Identity (is. Óljós mörk) fer Milan Kundera á kunnuglegar slóðir mannlegrar náttúru og samskipta. Hér er fjallað um par sem sér fyrir ferðalokin. Hún finnur að menn horfa ekki lengur á eftir sér en hann fylgir æskuvini sínum til grafar og áttar sig á því að vinátta þeirra skiptir hann ekki máli. Vinátta nú til dags sé ekki órjúfanleg bönd sálufélaga heldur ílát fyrir minningarnar. Remembering our past, carrying it with us always, may be the necessary requirement for maintaining, as they say, the wholeness of the self (bls. 43). Hver og einn túlkar samskiptin við aðra á eigin hátt og því kemur okkur stundum á óvart hvað aðrir taka með sér af sameiginlegum upplifunum. Það veldur líka misskilningi og árekstrum og bestu fyrirætlanir geta reynst misráðnar.

Sjálfið er ekki fastmótað. Afstaða og upplifun okkar helgast að miklu leyti af því hvar við erum stödd á vegferðinni. Ég reyndi að lesa þessa bók fyrir nokkrum árum en varð að leggja hana frá mér því mér þótti hún of þung og niðurdrepandi. Í þetta skipti naut ég hverrar blaðsíðu.