Dularfulla líklosunin

mordidIferjunniUng kona finnst látin í skipastiga á vesturströnd Svíþjóðar. Hún hefur verið svívirt og myrt en enginn veit á henni nokkur deili né hvernig hún hefur lent á þessum stað. Rannsókninni hefði miðað betur ef lögreglumennirnir hefðu lesið titilinn á bókinni. Þar er flett ofan af ýmsu sem á ekki að koma í ljós fyrr en um miðbik sögunnar.

Morðið á ferjunni er önnur bókin sem ég les um Beck lögreglumann á frekar stuttum tíma og enn er ég hissa á rannsóknaraðferðum sænsku lögreglunnar. Lengi vel er gengið að því sem vísu að konan sé sænsk og búsett á svæðinu, þó svo að krökkt sé af ferðamönnum. En það er náttúrulega til að leiða frásögnina áfram. Sjöwall og Wahlöö hafa löturhægan stíl og aftur er mörgum spurningum ósvarað í lokin, ekki síst þeirri sem var mikilvægust í byrjun. Hvernig lenti tókst morðingjanum að losa sig við líkið án þess að nokkur yrði þess var? Það er tilefni til að taka málið upp að nýju.