Enginn rjómi

soadqFyrst hélt ég að það væri vegna þess að samanburðurinn við A Song of Ice and Fire væri óhagstæður, Raymond E. Feist er þrátt fyrir allt enginn George R. R. Martin, en hver er það svo sem. Svo áttaði ég mig á að enginn lestur átti sér stað. Þessi bók hafði ekkert aðdráttarafl og rykféll oft dögunum saman.

Shadow of a Dark Queen er undanrennufantasía sem gefur litla fyllingu. Erik er tiginborinn bastarður sem þarf að leggja á flótta vegna bróðurmorðs en er handsamaður og þarf að leggjast í hernað gegn illum öflum með öðrum úrþvættum. Ekki ósvipað og Suicide Squad, nema hvað þetta lið heldur manni ekkert við efnið.

Þetta er fyrsta bókin af fjórum í The Serpentwar Saga. Ég á tvær af hinum heima, held þær fái að liggja óhreyfðar áfram.