Ertu að tala við mig!

brooklyn follies kápaSögusviðið er næstum áþreifanlegt, svo kunnuglegt er það. Samt hef ég aldrei farið til Bandaríkjanna, hvað þá til Brooklyn. Það er þessi stemmning sem maður finnur í bókum og kvikmyndum sem fer ekki milli mála. Miklar samræður, einhver smá þungi, allir hugsi, enn meiri samræður, kaffistaðir, gangur um götur og samræður, var ég nokkuð búinn að gleyma þeim. Allir eru einir en tala endalaust saman. Lítið bara á “The Squid and the Whale”, borgarsenurnar í “The World According to Garp”, svo til allt eftir Woody Allen þó svo að hann hangi mest á Manhattan. Að ógleymdum meistaranum sjálfum. Ekkert segir Brooklyn eins og Paul Auster. Hér fer hann alla leið og skýrir bókina hreinlega The Brooklyn Follies. Hún er náttúrulega perla. Nema fyrir þá sem vilja ekki lesa bækur sem eru bara samtöl, hugsanir og engin framvinda. Þá er hún drepleiðinleg. Við ykkur vil ég segja: Ég vorkenni ykkur.