Ris og fall tukthúslims

JailbirdSakir duttlunga örlaganna fær holdgervingur meðalmennskunnar, Walter F. Starbuck, endalausar toppstöður innan stjórnsýslunnar og einkageirans og missir allt þess á milli; situr ýmist í fangelsi eða er forsmáður af fyrrum vinum og samherjum. Allt sem hann vildi var að fá lítilsverða stöðu á einhverri stofnun svo hann gæti siglt óséður inn í eftirlaunin. Í staðinn sveiflast hann endalaust milli allsnægta og örbirgðar.

Kurt Vonnegut skrifar hér enn eina svörtu kómedíuna um lúserinn sem rekur um í tilverunni en allar ákvarðanir hans sjálfs valda ófyrirséðri atburðarrás. Jailbird er fyrst og fremst ádeila á bandariskt stjórnkerfi og valdhafa. Ameríski draumurinn étur börnin sín.