SVR

the bfg myndKannski er hægt að læra heilt tungumál með því einu að lesa sömu bókina aftur og aftur, en það hefur sínar takmarkanir og orsakar alls kyns ambögur. The BFG eða Stóri vinalegi risinn fékk einu sinni “lánaða bók” og skilaði henni aldrei aftur. Nú er hann búinn að fá “lánaða” litla stelpu og sér ekki fram á að skila henni heldur. Umkringd risastórum risum sem spæna í sig gommu af litlum stelpum og sjálf með ekkert matarkyns annað en viðbjóðslegar gúrkur er framtíð Sophie gráleit. En það er vonarglæta í myrkrinu.

Roald Dahl samdi þessa sögu víst handa börnum sínum og sá kunni listina að hræða, skemmta og heilla börn. Alveg gloriumptious.