Afsakið hlé

Einhvern veginn datt botninn úr þessu öllu saman. Áhuginn fyrir lestri dvínaði svo um munaði og hefur dropað úr einni bók á tveggja mánaða fresti undanfarin tvö ár frá beljandi stórfljóti þriggja bóka á mánuði árið 2015.

Frá síðustu færslu eru eftirfarnar bækur lesnar:

P.G. Wodehouse – Psmith in the City (fínasti Wodehouse, kannski helst til meinlaus)
John Irving – A Widow for One Year (Irving í toppformi)
Sölvi Björn Sigurðsson – Gestakomur í Sauðlauksdal (vel stíluð, en heldur innihaldslaus)
Ransom Biggs – Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn (prýðishugmynd, en afar slök úrvinnsla)
Fjodor Dostojevskí – Fjárhættuspilarinn (góð bók, en ekki meðal hans bestu)
Stephen King & Peter Straub – The Talisman (nú er nóg komið, ekki meiri King eða Straub fyrir mig)
Mons Kallentoft – Haustfórn (þokkalegur reyfari)
Graham Greene – The Human Factor (góð kaldastríðsstofnananjósnasaga)
Halldór Laxness – Brekkukotsannáll (frábært rit, léttur og skemmtilegur Laxness)
Knut Hamsun – Gróður jarðar (mjög góð, en hví er líf norsks alþýðufólks svo miklu bærilegra en okkar forfeðra?)
Philip K. Dick – A Scanner Darkly (aðeins of ruglingslegur Dick í þetta sinn)
Milan Kundera – Hátíð merkingarleysunnar (Kundera á að vera lengri)
P.G. Wodehouse – Carry On, Jeeves (fyrsta bókin um Jeeves og Wooster, hver kafli sjálfstæð saga, sem þó tengist hinum. Stórskemmtilegt)
Ragnar Helgi Ólafsson – Handbók um minni og gleymsku (skemmtilegar smásögur, ekkert endilega með skiljanlegum söguþráðum)