Svarti sauðurinn

180px-TheSatanicBibleAð mörgu leyti er þetta heilbrigð lífssýn. Áhersla á holdið, jörðina og núið. Fyrirlitning á lofsöng, fyrirheitum um betra líf eftir dauðann og afneitun þess sem er hér og nú.

Anton Szandor LaVey, sem kallaður var Svarti páfinn af fylgjendum sínum, heldur því fram í the Satanic Bible að meinlætalifnaður og sállíkamlegir kvillar séu helstu banamein nútímamannsins: „It has been said that “the good die young.” The good, by Christian standards, do die young. It is the frustration of our natural instincts which leads to the premature deterioration of our minds and bodies“ (bls. 82-3).

Þetta er efnisleg og egóistísk lífssýn sem er í andstöðu við allt það sem okkur hefur verið kennt. Mikilvægasti dagurinn í lífi manns er fæðingardagur hans. Afneitun holdlegra fýsna er fyrir veiklunda fólk, maður á að gera það sem maður vill og hefna sín en ekki bjóða fram hinn vangann. Þó eru sakleysingjar friðhelgir og fólk á ekki að svala hvötum sem fyrirfinnast ekki. Ekki allir eru urrandi kynlífsfíklar eða óseðjandi matargöt.

Þó að ungabörnum sé ekki fórnað á altari nakinnar meyjar meðan hemkuklædd gamalmenni hórast með djöflinum þá er þessi trú andstyggileg þegar á botninn er hvolft. Boðuð er sjálfselska í stað samúðar. Þetta er samt bara hin hliðin á sama peningnum. Satanismi eins og LaVey boðar hann er fyrir fólk í valdastöðum, það fólk sem þegar hefur og vill hafa og beita sjálfu sér til framdráttar. Kristnin er trú fjöldans, hans sem ekki hefur en dreymir um að fá.

Leave a comment